H&M opnar 26. ágúst

Verslun H&M verður opnuð í Smáralind í ágúst.
Verslun H&M verður opnuð í Smáralind í ágúst. Ljósmynd/H&M

Dyr fyrstu verslunar sænska tískurisans H&M hér á landi verða opnaðar í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H&M. Þar segir að verslunarkeðjan sé þekkt fyrir gæði og tískuvörur á hagstæðu verði, framleiddar á sjálfbæran máta.

Fyrsta H&M-verslunin á Íslandi verður á tveim hæðum og mun rýmið ná yfir 3.000 fermetra í Smáralind. „Verslunin, sem lengi hefur verið beðið eftir, mun bjóða upp á spennandi og skemmtilega verslunarupplifun fyrir alla viðskiptavini sína,“ segir í tilkynningunni.

„Við erum ótrúlega spennt yfir að því hve langt við erum komin með opnunina og hlökkum mikið til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna þegar H&M verður opnuð í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi,” er haft eftir Filip Ekvall, svæðisstjóra fyrir H&M í Noregi og á Íslandi.

Allar fatalínur fáanlegar í versluninni

Í H&M í Smáralind verður boðið upp á breitt úrval af nýjustu tískustraumum, klassískri og tímalausri tísku og viðskiptavinum veittur innblástur til að skapa sinn eigin persónulega stíl, að því er fram kemur í tilkynningunni. Allar fatalínur H&M verða fáanlegar í versluninni, þar á meðal dömu- og herrafatnaður, barnaföt, skór, aukahlutir, undirföt og snyrtivörur. Auk þess mun verslunin fá sérstakar línur í sölu eins og H&M Studio og Conscious Exclusive og einnig munu verða fáanlegar hönnunarsamstarfslínur H&M með frægum hönnuðum.

H&M Studio-línan mun koma í sölu í H&M í Smáralind fimmtudaginn 14. september næstkomandi.

Fyrstu þúsund gestir fá gjafakort

H&M mun á sjálfan opnunardaginn veita fyrstu 1.000 gestunum gjafakort. Þar á meðal fær sá/sú sem er fyrst/ur 25.000 króna gjafabréf í verslunina, gestur númer tvö fær 20.000 kr. gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina. 

Fyrsta H&M-verslunin á Íslandi verður staðsett í Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Opnunartímar verslunarinnar eru mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga 11-19, fimmtudaga 11-21, laugardaga 11-18 og sunnudaga 13-18.

Filip Ekvall, svæðisstjóri fyrir H&M í Noregi og á Íslandi.
Filip Ekvall, svæðisstjóri fyrir H&M í Noregi og á Íslandi. ljósmynd/H&M
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK