Hagvöxtur eykst í Bretlandi

Tvennum sögum fer af áhrifum Brexit á breska hagkerfið.
Tvennum sögum fer af áhrifum Brexit á breska hagkerfið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Breska hagkerfið óx meira á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta þrátt fyrir háa verðbólgu og óvissu í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta sýna gögn frá bresku hagstofunni. 

Hagvöxtur var 0,3% á milli apríl og júní sem er lítilleg aukning frá fyrsta ársfjórðungi þegar hagvöxtur var 0,2%. Breska hagstofan metur að aukningin sé knúin af verslunar- og þjónustugeiranum sem óx 0,5% en hins vegar var samdráttur í byggingargeiranum og framleiðslu. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega endurskoðað spár fyrir breska hagkerfið og lækkað hagvaxtarspána um 0,3% niður í 1,7% yfir árið. Var ástæðan sögð vera að fyrsti ársfjórðungur hefði verið undir væntingum en Bretar glíma nú við verðbólgu sem náði fjögurra ára hámarki í júní þegar hún var mæld 2,9%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK