Marel hagnaðist um tæpa 2,3 milljarða

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Marel á öðrum ársfjórðungi nam 18,6 milljónum evra, sem samsvarar tæplega 2,3 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur samþykkt að kaupa Sulmaq, brasilískan framleiðanda búnaðar fyrir fyrsta stigs kjötvinnslu.

Tekjur annars ársfjórðungs 2017 námu 244 milljónum evra og EBITA var 14,7%. Í ársfjórðungsuppgjörinu kemur fram að dreifing á milli vöruflokka ásamt tímasetningu stærri verkefna valdi því að bókfærðar tekjur séu lægri í öðrum ársfjórðungi 2017 en búast megi við á næstu misserum. Skuldahlutfallið 2,15 EBITDA við lok ársfjórðungsins.

Marel hefur samþykkt að kaupa Sulmaq, brasilískan framleiðanda búnaðar fyrir fyrsta stig kjötvinnslu, en árlegar tekjur Sulmaq nema um það bil 25 milljónum evra. Búist er við að kaupin gangi formlega í gegn á þriðja ársfjórðungi 2017 að uppfylltum hefðbundnum skilyrðum. 

Þá er búið að tryggja stærstu pöntun í sögu Marel með samningi við Costco og Lincoln Premium Poultry um hátæknikjúklingaverksmiðju í Bandaríkjunum.

Á stjórnarfundi í dag var stjórnendum veitt heimild  til að kaupa eigin bréf fyrir allt að 15 milljónir að nafnvirði. Hlutirnir eru ætlaðir sem endurgjald í mögulegum fyrirtækjakaupum. Nánari upplýsingar um uppgjörið má finna á heimasíðu Marel

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK