Bezos orðinn ríkasti maður heims

Jeff Bezos á meira af veraldlegum verðmætum en nokkur annar.
Jeff Bezos á meira af veraldlegum verðmætum en nokkur annar. JOE KLAMAR

Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, trónir nú á toppi listans yfir ríkustu menn heims eftir að hafa tekið fram úr Bill Gates. Auðæfi Bezos eru metin á 90,6 milljarða Bandaríkjadala.  

Verð hlutabréfa í Amazon hækkaði um 1,6% þegar markaðir voru opnaðir í morgun sem jók við eignasafn Bezos um 1,4 milljarða dala. Forskot hans á Bill Gates nemur 500 milljónum dala eins og staðan er í dag. 

Bezos á um fimmtung í Amazon en í seinni tíð hefur hann einblínt á önnur fyrirtæki í sinni eigu, þeirra á meðal Washington Post. 

Fjölmiðillinn Forbes hefur haldið utan um listann yfir ríkustu menn heims frá árinu 1987 en Bezos er sjöundi maðurinn sem kemst á toppinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK