Þurfa að breyta ásýnd verðlagningar

Björgólfur kynnti uppgjörið í höfuðstöðvum félagsins.
Björgólfur kynnti uppgjörið í höfuðstöðvum félagsins. mbl.is/Golli

Leikreglurnar á flugmarkaði hafa breyst og samkeppni mun halda áfram að aukast. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, á uppgjörsfundi félagsins í dag.

Greint var frá því á mbl.is í gær að af­komu­spá fyr­ir­tæk­is­ins hefði verið hækkuð í 150-160 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala en hún var einnig hækkuð á fyrsta árs­fjórðungi. Farþegum hefur fjölgað og sætanýting aukist. 

Launakostnaður hefur hins vegar hækkað um 39% og var spurt út í ástæður þess á fundinum. Sagði Björgólfur að helst megi rekja aukningu í launakostnaði til styrkingu krónunnar. Þá hefur félagið þurft að auka við mannaflann vegna vaxtar, sér í lagi á upplýsingatæknisviði. 

Björgólfur sagði að í ljósi breytinga í samkeppnisumhverfi á flugmarkaði þyrfti félagið að breyta ásýnd verðlagningar hjá Icelandair og að sú vinna væri hafin. Félagið er bjartsýnt á að pressan á tekjur á hvern farþega fari þá minnkandi. 

Einn af jákvæðu þáttunum í starfseminni eru vöruflutningar til landsins sem hafa aukist um 10% milli ára. Hótelstarfsemi gengur samkvæmt áætlun en styrking krónunnar, að sögn Björgólfs, hefur haft neikvæð áhrif á þjónustu sem er veitt ferðamönnum. 

Fundurinn fór fram á Icelandair Hotel Reykjavik Natura.
Fundurinn fór fram á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK