Færri bókanir en 2016

Staðan hefur breyst hjá Íslandshótelum.
Staðan hefur breyst hjá Íslandshótelum.

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni.

„Það hefur hægt á vextinum. Á sama tíma í fyrra höfðum við áhyggjur af því hvernig við ættum að takast á við aukninguna. Það vandamál leystist af sjálfu sér með sterku gengi. Það er verri bókunarstaða en á sama tíma í fyrra, bæði í júlí og ágúst. Við fáum líka minna fyrir söluna í evrum,“ segir Ólafur í fréttaskýringu um uppbyggingu hótela í Morgunblaðinu í dag.

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels-keðjunnar, segir greinilegt að farið sé að hægja á örum vexti greinarinnar. Kostnaður við að sækja gesti sé að aukast og dvöl þeirra að styttast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK