Hótelverð stytta dvöl ferðamanna

Á mörgum sviðum ferðamannaiðnaðarins hefur dregið úr aukningu upp á …
Á mörgum sviðum ferðamannaiðnaðarins hefur dregið úr aukningu upp á síðkastið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hækkanir á gjaldskrám hótela og gistiheimila í innlendri mynt hafa verið langt umfram verðlagsþróun hér á landi á síðustu árum og skýra að hluta til hvers vegna dvalarlengd ferðamanna hefur dregist saman á hverju ári síðan 2012. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Þar kemur einnig fram að leita þurfi aftur til júlímánaðar 2014 til að finna minni fjölgun gistinátta en í júní og maí á þessu ári. Fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í júní hafi numið 369 þúsund og jókst um 8,1% frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Aukningin í maí nam 6,1% á 12 mánaða grundvelli. Til samanburðar nam aukningin á bilinu 17-49% á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Enn fremur segir að dvalarlengd á ferðamann á fyrri árshelmingi hafi verið 1,8 nótt að meðaltali og hefur hún dregist saman á hverju ári síðan árið 2012. Verðbreytingin í þjónustu hótela og gistiheimila milli fyrstu 6 mánaða ársins 2016 og sama tímabils 2015 nam 12,2% sem er töluvert meira en var á árabilinu 2013-2015 þegar þær lágu á bilinu 1,5-4,8% í innlendri mynt.

Talið er að rekja megi samdrátt dvalarlengdar til hækkunar verða á hótelgistingu og breytingar í hegðunarmynstri ferðamanna eftir tilkomu þjónustu eins og AirBnB veitir. 

Ef horft er framhjá verðhækkunum í krónum sést að áhrif gengisstyrkingarinnar eru 30%. Þrátt fyrir að gengisstyrkingin hafi dregið verulega úr samkeppnishæfni hótela og gistiheimila hér á landi er þó engan veginn hægt að skella skuldinni alfarið á krónuna enda skýrir hún ekki nema ríflega helming af verðhækkunum á gistingu í erlendri mynt. Önnur áhrif verða einfaldlega rakin beint til hækkunar á gjaldskrám hótela og gistiheimila í innlendri mynt sem hefur verið langt umfram verðlagsþróun hér á landi á síðustu árum. “

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK