Borgin ber þungann af félagslegum íbúðum

Nágrannasveitarfélög borgarinnar standa henni langt að baki.
Nágrannasveitarfélög borgarinnar standa henni langt að baki. Sigurður Bogi Sævarsson

Reykjavíkurborg á um helming alls leiguhúsnæðis sveitarfélaga í landinu, eða 2.445 íbúðir. Þetta kemur fram í könnun varasjóðs húsnæðismála um stöðu á leiguíbúðum sveitarfélaga um áramótin.

Könnunin tekur til alls leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaganna, bæði félagslegra íbúða, íbúða fyrir aldraða og sérútbúinna íbúða fyrir fatlaða. Í borginni eru 19,7 opinberar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa, mun hærra hlutfall en almennt tíðkast hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Næst kemur Akureyri með 18,1. Eru það einu stóru sveitarfélögin yfir landsmeðaltalinu, 15 íbúðir á 1.000 íbúa.

Nágrannasveitarfélög borgarinnar standa henni langt að baki en að meðaltali eru þar um 8,3 íbúðir á hverja 1.000 íbúa, innan við helmingur þess sem er í Reykjavík. Minnst er framboðið, miðað við íbúafjölda, í Garðabæ en bærinn hefur á að skipa 35 leiguíbúðum og á Seltjarnarnesi þar sem íbúðirnar eru 16. Þetta eru einmitt þau sveitarfélög á listanum sem leggja á lægst útsvar, 13,70%. Ef framboð nágrannasveitarfélaganna fimm væri álíka og Reykjavíkur myndi félagslegum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 1.080.

Borgin bíður ekki eftir öðrum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af misræminu milli sveitarfélaga. „Ég hef verið að hvetja til þess að við skoðum þetta heildstætt og tökum á þessu saman,“ segir Dagur. Það skiptir mjög miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni að félagslegt húsnæði sé ekki aðeins byggt í Reykjavík heldur að öll samfélög séu félagslega blönduð. Það er gott fyrir alla því jöfnuður er góður fyrir alla í samfélaginu.“

Dagur segir Reykjavík þó ekki geta beðið eftir öðrum sveitarfélögum. Leysa þurfi vanda þeirra sem bíða eftir leiguhúsnæði. „Við erum á fullri ferð með okkar húsnæðisáætlun og erum að reyna að fjölga þessum íbúðum eins og hægt er. Við höfum samið við þá verktaka sem eru að byggja í borginni um að þeir byggi jafnframt fyrir okkur. Þannig blandast félagslegar íbúðir inn í þau hús sem byggð eru í borginni en rísa ekki öll á einum stað.“

Félagsleg vandamál í borginni

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, vill ekki kannast við að bærinn ýti vandanum frá sér með því að bjóða upp á færri íbúðir en nágrannasveitarfélögin og að Garðbæingar í húsnæðiseklu flytji úr bænum vegna lítils framboðs félagslegs húsnæðis. Aðspurður hvernig standi á því að borgin þurfi nær nífalt fleiri félagslegar íbúðir en Garðbæingar, miðað við höfðatölu, segir hann það meðal annars geta stafað af meiri félagslegum vandamálum í borginni. „Við erum með fólk á fjárhagsaðstoð, sem fær húsnæði hjá okkur og stuðning fyrir börn. Við mætum líka húsnæðisþörf íbúa okkar eftir bestu getu en við erum ekki með íbúðir á lager.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK