Tuga milljóna hækkun

Þakíbúð á Skólavörðustíg var keypt á um 50 milljónir árið …
Þakíbúð á Skólavörðustíg var keypt á um 50 milljónir árið 2014 en er nú til sölu á um 85 milljónir króna, sem er um 70% hækkun á þremur árum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dæmi eru um að íbúðarhúsnæði sem leigt hefur verið til ferðamanna í miðborg Reykjavíkur hafi margfaldast í verði á síðustu árum.

Á Sóleyjargötu er dæmi um þetta. Hús var selt á 78 milljónir fyrir fjórum árum en er nú til sölu á 260 milljónir. Á Skólavörðustíg er til sölu hús á tæplega 92 milljónir sem selt var á 42 milljónir árið 2010.

Tíu herbergja gistiheimili á Sóleyjargötu 29 í Reykjavík er nú …
Tíu herbergja gistiheimili á Sóleyjargötu 29 í Reykjavík er nú til sölu á 260 milljónir. Það er rúmlega þrefalt kaupverð hússins 2013. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir verðlagningu á slíkum eignum hafa smitast yfir á markaðinn. Það eigi þátt í að eignir í miðborginni sem eru stærri en 150 fermetrar kosti nú gjarnan um og yfir 100 milljónir.

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að rúm fimm ár séu síðan eignir voru keyptar í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Fjárfestar geti því nú selt eignirnar. „Þeir fjárfestar hafa ávaxtað sitt pund vel bæði með tilliti til gengis krónunnar og hækkunar fasteignaverðs.“

Fasteignasali sem ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar sagði markaðinn fyrir allra dýrustu eignirnar hafa þyngst.

Búið er að selja 229 milljóna þakíbúð í Skuggahverfinu. Lindargata …
Búið er að selja 229 milljóna þakíbúð í Skuggahverfinu. Lindargata 39 - Skuggahverfið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hins vegar er 229 milljóna króna þakíbúð í Skuggahverfinu seld. Ásett verð var um 45 milljónum króna hærra en haustið 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um verðþróun fasteigna í miðborginni í Morgunblaðinu í dag.

Tíu herbergja gistiheimili á Sóleyjargötu 29 í Reykjavík er nú til sölu á 260 milljónir. Það er rúmlega þrefalt kaupverð hússins 2013.

Fram kemur í kaupsamningi frá mars 2014 að húsið seldist á 104 milljónir króna. Seljandi keypti húsið 2013. Í kaupsamningi frá maí 2013 segir að kaupverðið hafi verið 78 milljónir. Húsið hefur því hækkað um 230% í verði á rúmum fjórum árum.

Samkvæmt fasteignaauglýsingu er eignin tæplega 400 fermetrar, að meðtöldum 41 ósamþykktum fermetra. Segir þar að húsið hafi verið byggt fyrir Thor Thors árið 1933. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð.

Skólavörðustígur 33. Ásett verð er 91,6 milljónir. Fram kemur í …
Skólavörðustígur 33. Ásett verð er 91,6 milljónir. Fram kemur í kaupsamningum frá 2010 að neðri hæðin var seld á 17 milljónir en efri hæðin á 25 milljónir, alls 42 milljónir. Ófeigur Lýðsson

Á Skólavörðustíg má finna hliðstætt dæmi. Þar er til sölu tvíbýlishús á tveimur hæðum. Ásett verð er 91,6 milljónir. Fram kemur í kaupsamningum frá 2010 að neðri hæðin var seld á 17 milljónir en efri hæðin á 25 milljónir, alls 42 milljónir. Eignin hefur því hækkað um 118% í verði á sjö árum. Eignin var afhent í júní 2010. Verðlag hefur síðan hækkað um tæp 22%. Hefur eignin því nærri tvöfaldast að raunverði á sjö árum.

Tekið er fram í auglýsingu að eignin hafi verið í útleigu til ferðamanna. Hún sé mikið bókuð út þetta ár.

Þakíbúð á 229 milljónir

Annað dæmi um verðhækkanir í miðborginni er á Lindargötu 39. Þar hefur verið til sölu þakíbúð á 229 milljónir. Að sögn fasteignasala er eignin seld. Hún er í auglýsingu sögð fokheld. Fjallað var um eignina í Morgunblaðinu í ágúst 2015. Ásett verð var þá 211,4 milljónir. Til samanburðar hafði hún kostað 183,8 milljónir haustið 2014. Ásett verð hefur hækkað um 45 milljónir, eða um 25% að nafnvirði á um þremur árum, borið saman við tæplega 5% hækkun verðlags á tímabilinu.

Loks má nefna að á Skólavörðustíg 40 er til sölu 119 fermetra þakíbúð á 84,5 milljónir. Gefið var út veðskuldabréf vegna íbúðarinnar 2014 upp á 46,5 milljónir. Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins fór skuldabréfið nærri verði íbúðarinnar þegar hún var seld hér um bil fokheld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK