Toyota og Mazda í samstarf

Forstjóri Toyota, Akio Toyoda og forstjóri Mazda, Masamichi Kogai.
Forstjóri Toyota, Akio Toyoda og forstjóri Mazda, Masamichi Kogai. AFP

Hlutabréf í Toyota hækkuðu um 1,93% í kauphöllinni í Tókýó í dag og hlutabréf Mazda hækkuðu um1,36% en japönsku bílaframleiðendurnir tilkynntu um samstarf í Bandaríkjunum eftir lokun markaða á föstudaginn.

Toyota og Mazda greindu frá samkomulagi um að fara í samstarf á sviði rafbílaframleiðslu með því að byggja sameiginlega verksmiðju í Bandaríkjadala. Um 1,6 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 167 milljarða króna, fjárfestingu er að ræða og skapar fjögur þúsund ný störf.

Ákvörðun bílaframleiðandanna kemur á sama tíma og sífellt fleiri ríki ræða um að bílaflotinn verði rafbílavæddur á næstu áratugum. Enda auknar kröfur gerðar til þess að bílaiðnaðurinn verði umhverfisvænni en nú er.

Fréttirnar glöddu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mjög en eitt helsta kosningamál hans er að draga úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK