Fjölgun bílaleigubíla hraðar milli ára

Bílaleigubílum fjölgaði ört milli ára.
Bílaleigubílum fjölgaði ört milli ára. Sigurður Bogi

Bílaleigubílum hefur fjölgað um 21% milli ára ef litið er til skráningar 1. ágúst árin 2016 og 2017 sem er fjórum prósentustigum hraðari vöxtur en milli sömu daga 2015 og 2016. Þetta kemur fram í nýjustu tölum um skráningu bílaleigubíla sem Hagstofan uppfærði í dag.  

Gögnin miðast við fyrsta hvers mánaðar en bæði er haldið utan um bílaleigubíla í umferð og úr umferð. Bílaleigubíll er flokkaður í umferð þegar hann er á númer en úr umferð þegar númerið er í innlögn.

Alls voru 26.293 bílaleigubílar skráðir 1. ágúst í ár en í fyrra voru þeir 21.665 á sama degi sem jafngildir fjölgun upp á 21%. Til samanburðar fjölgaði bílaleigubílum um rúm 17% milli 1. ágúst árin 2015 og 2016. Fjölgunin milli 2014 og 2015 nam 22,6%.  

Hlutfall bílaleigubíla úr umferð hefur hækkað lítillega, það var 2,1% af heildarfjölda í ár en 1,9% í fyrra.  

Frétt mbl.is: Verð notaðra bíla að lækka

Greint var frá því á mbl.is að verð notaðra bíla hefði farið lækkandi. For­stöðumaður fyr­ir­tækja­sviðs Ergo sagði að sést hefði á útlánatölum að neyt­end­ur væru byrjaðir að bíða eft­ir að bílar frá bílaleigum kæmu á markaðinn á haustin. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir