Hagnaður Toyota jókst um 55% í 692 milljónir króna

Mikil arðsemi var af því eigin fé sem bundið var ...
Mikil arðsemi var af því eigin fé sem bundið var í Toyota á Íslandi, sem selur einnig Lexus, á liðnu ári eða 84%. Á myndinni er Lexus LC.

Hagnaður Toyota á Íslandi, sem einnig selur Lexus, jókst um 55% á milli ára og nam 692 milljónum króna á liðnu ári. Stjórn leggur til að greiddar verði 200 milljónir króna í arð til hluthafa. Þetta kemur fram í ársreikningi.

Toyota á Íslandi er í eigu Bifreiðainnflutnings sem aftur er í eigu aðalstjórnenda Toyota; Úlfars Steindórssonar og Kristjáns Þorbergssonar og eiginkvenna þeirra. Stjórnendurnir festu kaup á 60% í félaginu árið 2011 af Landsbankanum sem á þeim tíma hélt eftir 40%. Vorið 2013 eignuðust fjölskyldurnar félagið að fullu.

Velta félagsins jókst um 14% á milli ára og nam 12,6 milljörðum króna. Í fyrra var næststærsta árið í sölu nýrra bíla frá upphafi og jókst salan um 32% á milli ára. Alls seldust um 20.400 bílar í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir