Indland tapar skriðþunganum

Indverskar konur ganga í gegnum mengunarský á leið sinni til …
Indverskar konur ganga í gegnum mengunarský á leið sinni til Jama Masjid moskunnar í Dehli. AFP

Líkur eru á að dragi úr vexti indverska hagkerfisins á þessu ári samkvæmt nýjum mælingum. Í febrúar spáðu stjórnvöld fyrir um að hagvöxtur yrði á bilinu 6,75% til 7,5% út fjárhagsárið en styrking rúblunnar og innleiðing nýrra skatta hafa sett strik í reikninginn. 

„Verðhjöðnun hefur hamlað hagkerfinu að ná fullum skriðþunga,“ sagði Arvind Subramanian yfirhagfræðingur stjórnvalda. 

Stjórn Narendra Modis forsætisráðherra ákvað í nóvember að draga úr peningamagni í umferð til þess að taka á skattsvikum. Í kjölfarið hefur hægst á vexti en hann var mældur 6,1% á ársgrundvelli í mars. 

Ekki er búist við að nýr skattur á vörur og þjónustu verði til þess fallinn að auka skriðið. Þá hefur verið kallað eftir vaxtalækkun um 25 punkta en vextir standa í 6%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK