Hefja samstarf með japönsku lyfjafyrirtæki

Frá rannsóknarstofunni.
Frá rannsóknarstofunni. Ljósmynd/3Z

Íslenska rannsóknarfyrirtækið 3Z og japanska lyfjafyrirtækið Ono hefja samstarf um leit að lyfjaefnum gegn MND-sjúkdóminum3Z hefur þróað aðferðir til að skima lyf með háu gegnumstreymi fyrir ýmsum taugakerfissjúkdómum.

Í tilkynningu frá 3Z segir að aðferðirnar byggist á því að nota sebrafiska sem dýralíkan en fyrirtækið hefur hannað erfðabreytt líkön af mennskum taugasjúkdómum í fiskinum, þar á meðal Parkinsons, flogaveiki, ADHD, sársauka og svefnleysi.

MND er taugahrörnunarsjúkdómur sem veldur skemmdum í hreyfitaugum sem liggja frá heila niður í mænu. Sjúkdómurinn leiðir til stigvaxandi lömunar og dauða á 2-5 árum en engin lækning hefur enn fundist. Á hverju ári greinast um 200 þúsund manns á heimsvísu með sjúkdóminn en á Íslandi er fjöldinn 5-10 á ári. 

Sebrafiskur.
Sebrafiskur. Ljósmynd/3Z
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK