Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Air Berlin flýgur áætlunarflug milli Íslands og Þýskalands.
Air Berlin flýgur áætlunarflug milli Íslands og Þýskalands. Mynd/Air Berlin

Þýska flugfélagið Air Berlin hefur lýst yfir gjaldþroti eftir að stærsti hluthafinn, Etihad Airways, gaf út að hann myndi ekki veita félaginu frekari fjárhagsstuðning. Air Berlin hefur flogið til Íslands síðustu 12 ár. 

Í tilkynningu frá Air Berlin segir að þýsk stjórnvöld ætli að veita félaginu lán til þess að flugáætlanir raskist ekki. Þá hefur flugfélagið Lufthansa tilkynnt að það taki yfir hluta af starfsemi Air Berlin. 

Air Berlin tapaði 152 milljörðum íslenskra króna á síðustu tveimur árum og hefur reitt sig á fjárstuðning frá Etihad. Það réðst í mikla endurskipulagningu í september 2016 sem fól meðal annars í sér uppsagnir á 1.200 starfsmönnum.  

Uppfært 13.48: Upphaflega var skrifað að Air Berlin hefði lýst yfir gjaldþroti. Réttara er hins vegar að tala um greiðsluþrot í þessu samhengi því áfram verður flogið undir merkjum flugfélagsins með fyrirgreiðslu frá yfirvöldum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK