CCP uppfærir EVE: Valkyrie

EVE: Valkyrie kom út samhliða útgáfu SONY á PlayStation VR …
EVE: Valkyrie kom út samhliða útgáfu SONY á PlayStation VR búnaðinum fyrir PlayStation 4.

Íslenski leikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt útgáfu nýrrar og mikillar viðbótar við sýndarveruleikinn EVE: Valkyrie. Með útgáfunni mun leikurinn héðan í frá koma til með að heita EVE: Valkyrie - Warzone.

Í leiknum fá spilarar að fljúga orrustuskipum í geimnum þar sem þeir berjast bæði við hlið hvers annars og á móti hver öðrum. Nýja viðbótin mun hafa í för með sér mikið úrval nýrra eiginleika fyrir spilara og þannig færa upplifun þeirra upp á annað stig, að því er segir í tilkynningu.

EVE: Valkyrie kom út í mars á síðasta ári og hefur hlotið góðar viðtökur í heimi tölvuleikjaspilara. Leikurinn með nýju viðbótinni fæst fyrir tæpa 30 bandaríkjadali en þeir sem þegar eiga leikinn fá viðbótina sér að kostnaðarlausu.

Sjá stiklu CCP um útgáfu viðbótarinnar:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK