Costco þarf að greiða Tiffany bætur

Úr verslun Costco í Kauptúni. Mynd úr safni.
Úr verslun Costco í Kauptúni. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Smásölurisinn Costco þarf að greiða skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co. meira en 19 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að selja hringa undir fölskum formerkjum. Costco seldi um 2.500 hringa sem voru merktir í verslunum keðjunnar í Bandaríkjunum undir nafninu Tiffany en voru síðan ekki frá hinu þekkta Tiffany & Co.

Costco hélt því fram að nafnið „Tiffany“ væri orðið almennt orð yfir demantshringa, rétt eins og orðið „Popsicle“ yfir íspinna. Dómari í málinu var því þó ósammála og með sinni ákvörðun staðfesti hún úrskurð frá árinu 2015. Þar kom fram að Costco hafi grætt 3,7 milljónir Bandaríkjadala með því að nota Tiffany nafnið að ósekju.

Dómarinn Laura Taylor Swain komst að þeirri niðurstöðu að Costco ætti að greiða Tiffany 11,1 milljón Bandaríkjadali ásamt vöxtum og 8,25 milljónir í sekt.

Þá er Costco ekki heimilt að nota orðið Tiffany til þess að lýsa vörum sem tengjast ekki vörumerkinu. Eftir að dómurinn féll sagðist Costco ætla að áfrýja málinu og ítrekaði þá skoðun að orðið Tiffany væri oft notað yfir ákveðna demantshringa.

Frétt Washington Post um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK