Icelandair dregur 50 uppsagnir til baka

Í vetur verða 430 flugmenn starfandi hjá Icelandair.
Í vetur verða 430 flugmenn starfandi hjá Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Icelandair hefur dregið til baka 50 uppsagnir en í júní sagði flugfélagið upp 115 flugmönnum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að rekja megi ástæðuna til góðrar verkefnastöðu félagsins. 

„Þetta má fyrst og fremst rekja til aukinna erlendra leiguverkefna sem félagið hefur unnið að á undanförnum mánuðum í samvinnu við systurfélagið Loftleiðir Icelandic, meðal annars á Grænhöfðaeyjum,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi. 

Frétt mbl.is: Loftleiðir semja á Grænhöfðaeyjum

Í síðustu viku var grein frá því að Loft­leiðir Icelandic, TACV Cabo Ver­de Air­lines og rík­is­stjórn Græn­höfðaeyja í Vest­ur-Afr­íku hefðu gert sam­komu­lag um sam­starf við end­ur­skipu­lagn­ingu flug­fé­lags­ins TACV Cabo Ver­de Air­lines.

Mark­mið sam­komu­lags­ins er enn fremur að styrkja alþjóðaflug­völl­inn á Græn­höfðaeyj­um og vinna að því að gera eyja­klas­ann að álit­leg­um ferðamannastað allt árið um kring.

„Það þýðir að i vetur verða alls um 430 flugmenn starfandi hjá Icelandair, töluvert fleiri en nokkurn tíma áður yfir vetrarmánuðina og að allir þeir flugmenn sem voru ráðnir til félagsins fyrir árið 2017 verða við störf í vetur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK