Kaupa meirihlutann í Arcanum

Við undirritun.
Við undirritun. Ljósmynd/Aðsend

Eldey og Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa undirritað kaupsamning um kaup á meirihluta hlutafjár í Arcanum ferðaþjónustu en meðal hluthafa í Eldey eru fimm lífeyrissjóðir.

Í tilkynningu um kaupin segir að seljendurnir Benedikt Bragason og Tómas Birgir Magnússon hefðu stofnað félagið árið 2003 og að þeir verði hluthafar í félaginu að viðskiptunum loknum. Kaupsamningurinn sé gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og kaupverðið sé trúnaðarmál. 

Starfsemi Arcanum og tengdra félaga ná meðal annars til jöklagangna á Sólheimajökli, vélsleðaferða á Mýrdalsjökli, fjórhjólaferða á Sólheimasandi og rekstur kaffihúss á staðnum. Auk þess ná kaupin til landsins Ytri-Sólheima 1A, allrar aðstöðu sem Arcanum er með að Ytri-Sólheimum og meirihluta í óskiptu landi Ytri-Sólheimatorfu.

Landeigendur Ytri-Sólheima hafa þegar stofnað með sér félag sem mun sjá um rekstur og uppbyggingu sameignarlandsins og þjónustu við ferðamenn og ferðaþjónustuaðila. 

Eldey TLH hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Hluthafar Eldeyjar eru fimm lífeyrissjóðir, Íslandsbanki og fleiri fjárfestar. Eldey hefur nú þegar fjárfest í þremur félögum, Norðursiglingu hf. á Húsavík, Gufu ehf. á Laugarvatni og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn ehf. var stofnað 1994 en það býður upp á skipulagðar dagsferðir, lengri ferðir um landið og gönguferðir erlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK