Fasteignafélögin hækkuðu í Kauphöllinni

Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Hlutabréf sex félaga hækkuðu í Kauphöllinni í dag en fimm félög lækkuðu. Fasteignafélagið Reginn hækkaði mest eða um 2,4% í 243,5 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði fasteignafélagið Eik um 1,5% í 424,3 milljón króna viðskiptum og fasteignafélagið Reitir um 1,27% í 473,2 milljón króna viðskiptum.

Önnur félög sem hækkuðu voru Fjarskipti og Skeljungur en hækkanirnar voru undir 1%. Tryggingamiðstöðin lækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,79% í 7,5 milljón króna viðskiptum. Hagar lækkuðu um 1,4% í 60,1 milljón króna viðskiptum og Marel um 1,2% í 480 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkuðu bréf Sjóvá um 1,14% í 64,8 milljón króna viðskiptum og VÍS um 0,9% í 37 milljón króna viðskiptum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK