Gagnrýndi Trump harðlega en situr áfram í efnahagsráðinu

Ummæli McMillon hafa vakið athygli þar sem hann á sæti …
Ummæli McMillon hafa vakið athygli þar sem hann á sæti í ráðgjafateymi forsetans í efnahagsmálum. AFP

Doug McMillon, framkvæmdastjóri Walmart, hefur gagnrýnt harðlega viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ofbeldinu í Charlottesville um helgina. Í skilaboðum sem McMillon sendi til starfsmanna sinna gagnrýndi hann forsetann og sagði hann  hafa „afneitað hryllilegum gjörðum hvítra þjóðernissinna.“

Greint er frá þessu á vef Washington Post. 

Ummæli McMillon hafa vakið athygli þar sem hann á sæti í ráðgjafateymi forsetans í efnahagsmálum. Sagði hann í skilaboðunum að með viðbrögðum forsetans hafi Bandaríkjamenn misst af mikilvægu tækifæri til þess að reyna að sameinast.

McMillon sagði þó að seinni ummæli Trump þar sem hann fordæmdi hópa hvítra þjóðernissinna væru „skref í rétta átt“.

Þrátt fyrir gagnrýnina ætlar McMillon að sitja áfram í efnahagsráði forsetans að sögn talsmanns Walmart í samtali við Washington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK