Emma Stone þénaði mest

Emma Stone.
Emma Stone. AFP

Emma Stone er launahæsta leikkona heims en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 2,9 milljörðum íslenskra króna fyrir skatta á tímabilinu 1. júní 2016 til 1. júní 2017. Þetta kemur fram í samantekt Forbes.

Stone þénaði mest í gegnum kvikmyndina La La Land sem hún fór með aðalhlutverk í og hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Myndin þénaði alls 445,3 milljónir Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum.

Í öðru sæti lista Forbes er Jennifer Aniston en hún þénaði 25,5 milljónir Bandaríkjadala. Aniston heldur áfram að þéna stórar upphæðir fyrir leik sinn í þáttaröðinni  Friends þrátt fyrir að þátturinn hætti göngu sinni fyrir þrettán árum eða árið 2004. Aniston þénaði samt mest fyrir að vera talsmaður hinna ýmsu fyrirtækja eins og flugfélagsins Emirates, vatnsframleiðandans Smartwater og húðvöruframleiðandans Aveeno. Þá var hárvörulínan hennar Living Proof seld til fyrirtækisins Unilever í desember.

Jennifer Aniston ásamt eiginmanni sínum.
Jennifer Aniston ásamt eiginmanni sínum. AFP

Leikkonan Jennifer Lawrence, sem var í fyrsta sætinu í fyrra er nú í þriðja sæti. Hún þénaði 24 milljónir Bandaríkjadala, mest frá kvikmyndunum Mother! og Red Sparrow en þá hefur hún lengi verið talsmaður fyrir Dior.

Jennifer Lawrence hefur lengi verið andlit Dior.
Jennifer Lawrence hefur lengi verið andlit Dior. AFP

Melissa McCarthy er í fjórða sæti með 18 milljónir Bandaríkjadala í tekjur og Mila Kunis í því fimmta með 15,5 milljónir.  

Melissa McCarthy.
Melissa McCarthy. AFP
Mila Kunis.
Mila Kunis. AFP

Samtals þénuðu tíu hæst launuðustu leikkonur listans 172,5 milljónir Bandaríkjadala á tímabilinu eða því sem nemur 18,6 milljörðum íslenskra króna fyrir skatta.  

Konum á listanum sem þénuðu meira en 20 milljónir Bandaríkjadala fækkaði milli ára en í fyrra voru þær fjórar. Í umfjöllun Forbes er bent á að velgengni kvennanna sé merkileg í því ljósi að kvenkynspersónur eru aðeins 28,7% af öllum talandi hlutverkum í kvikmyndum samkvæmt rannsókn frá því í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK