Fasteignaverð hækkaði um 0,3%

„Kenningar um mögulega kólnun fasteignamarkaðar hafa fengið meðbyr eftir að …
„Kenningar um mögulega kólnun fasteignamarkaðar hafa fengið meðbyr eftir að verðtölur fyrir júní og júlí birtust. Litlar hækkanir eiga hins vegar einungis við um fjölbýli enn sem komið er, hækkanir á sérbýli eru áfram miklar. Ýmis merki eru samt sem áður uppi um að breytingar kunni að vera í vændum, en ekki er hægt að slá neinu föstu um hvort svo sé í raun og veru," segir í Hagsjá. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hækkanir í síðasta mánuði á fasteignaverði voru minni en verið hefur undanfarna mánuði og er þetta annan mánuðinn í röð. Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í júlí og hækkaði það um 0,3%. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,2% og verð á fjölbýli um 0,1%.

Greint er frá þessu í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans og er bent á að hækkanir frá fyrra ári séu enn mjög miklar. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur verð á fjölbýli hækkað um 18,9% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 19,1% Heildarhækkunin nemur 19%, sem er rúmum fjórum prósentustigum minna en var í maí.

„Verð á fjölbýli lækkaði í síðasta mánuði og er nær óbreytt nú. Það virðist því sem ró sé yfir þeim markaði núna, en verð á sérbýli hækkar enn í svipuðum takti og verið hefur. Of snemmt er að segja til um hvort ákveðin mettun sé komin yfir markaðinn með fjölbýli þar sem sumarið er oft rólegur tími í fasteignaviðskiptum,“ segir í Hagsjá.

Bent er á að verðbólga hafi verið lítil og stöðug síðustu misseri og því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella. „Að undanskildum húsnæðiskostnaði hefur ríkt verðhjöðnun í hagkerfinu frá því um mitt ár 2016. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í nýliðnum júlí var þannig um 3,1% lægri en í júlí 2016. Það þýðir að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun sem nemur þeirri tölu. Raunverð fasteigna hefur þannig hækkað um u.þ.b. 22% á einu ári, frá júlí 2016 til júlí 2017,“ segir í Hagsjá.

„Kenningar um mögulega kólnun fasteignamarkaðar hafa fengið meðbyr eftir að verðtölur fyrir júní og júlí birtust. Litlar hækkanir eiga hins vegar einungis við um fjölbýli enn sem komið er, hækkanir á sérbýli eru áfram miklar. Ýmis merki eru samt sem áður uppi um að breytingar kunni að vera í vændum, en ekki er hægt að slá neinu föstu um hvort svo sé í raun og veru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK