Landsnet snýr tapi í hagnað

Landsnet hagnaðist um tæpan 1,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 273 milljóna króna tap á sama tímabili árið 2016. Fjárfestingar eru undir áætlunum en tafir vegna leyfisveitinga hafa haft áhrif á framkvæmdir fyrirtækisins. 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam rúmum 3 milljörðum samanborið við rúma 2,8 milljarða árið áður. Heildareignir félagins jukust um 6,5 milljarða frá ársbyrjun og námu rúmum 86 milljörðum króna í lok tímabilsins. Heildarskuldir lækkuðu um 5,351 milljarð og námu rúmum 53,1 milljarði króna í lok tímabilsins. 

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 38,3% samanborið við 40,0% í lok ársins 2016. Eigið fé í lok tímabilsins nam 33 milljörðum króna samanborið við tæpa 31,9 milljarða króna í lok árs 2016.

Handbært fé í lok júní nam rúmlega 5,8 milljörðum króna og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 3,85 milljörðum króna.

Í tilkynningu um uppgjörið kemur fram að á síðasta ári hafi verið unnið að breyttri fjármögnun og lánasafnið fært að stærstum hluta úr verðtryggðum íslenskum krónum yfir í Bandaríkjadali sem hafi skilað betri vaxtakjörum. Þetta endurspeglist í uppgjörinu þar sem verulegar breytingar hafi verið á gengi gjaldmiðla á tímabilinu en áhrifa þeirra gæti ekki nema að óverulegu leyti í uppgjörinu í fyrsta skipti í langan tíma.

Enn fremur segir að mikilvægum áföngum hafi verið náð í endurfjármögnun fyrirtækisins, búið sé að greiða niður lán og endurgreiðsluferli langtímalána hjá félaginu bætt til muna. Fjárfestingar séu undir áætlunum en tafir vegna leyfisveitinga hafi haft áhrif á framkvæmdir fyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK