Olíustarfsemi Maersk seld til Total

Olíuhreinsunarstöð Total í Vestur-Frakklandi.
Olíuhreinsunarstöð Total í Vestur-Frakklandi. AFP

Franska olíufyrirtækið Total tilkynnti í dag um kaup á Maersk Oil sem er hluti af dönsku samsteypunni A.P. Moller-Maersk fyrir 7,45 milljarða dala, eða rúma 788 milljarða íslenskra króna. 

Kaupin verða greidd með hlutafé í Total að virði 4,95 milljarða dala en Total tekur yfir 2,5 milljarða dala af skuldum Maersk. 

Í tilkynningunni segir að yfirtakan styrki stöðu fyrirtækisins í Mexíkóflóa, Alsír, Kenía og Kasakstan. Enn fremur segir Patrick Pouyanne, forstjóri Total, að hægt verði að draga úr kostnaði upp á 400 milljónir dala vegna samlegðaráhrifa. 

Olíuframleiðsla Maersk Oil skilar hagnaði við 30 dala verð á hverja tunnu og því geta fjárfestar vænst hagnaðar jafnvel þó að markaðsverðið flökti áfram í kringum 50 dali. Salan markar upphaf breytinga hjá A.P. Moller-Maersk sem nú leitast við að draga úr hlutdeild sinni í orkugeiranum og einblína fremur á vöruflutninga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK