Vilja klára sölu á Air Berlin í september

Air Berlin hefur flogið til og frá Íslandi í fjölda …
Air Berlin hefur flogið til og frá Íslandi í fjölda ára. AFP

Stefnt er að því að ljúka sölu á þýska flugfélaginu Air Berlin í september en á þriðjudaginn lýsti félagið yfir greiðsluþroti. Nokkur fyrirtæki hafa verið nefnd í tengslum við kaupin en líklegast þykir að Lufthansa verði hlutskarpast. 

„Við viljum ganga frá sölunni í september í síðasta lagi, annars dvínar traust neytenda í garð flugfélagsins,“ sagði forstjóri Air Berlin. 

Brigitte Zypries, efnahagsráðherra Þýskalands, hefur gefið út að hún fagni því að Lufthansa taki yfir rekstur Air Berlin. Þá hafnar hún gagnrýni forstjóra Ryanair um að þýsk stjórnvöld hygli Lufthansa í söluferlinu. 

Önnur fyrirtæki sem hafa verið nefnd eru flugfélagið EasyJet, ferðaskrifstofan TUI og Condor. 

Lufthansa leigir nú þegar 38 flugvélar til Air Berlin af þeim 140 sem það hefur til umráða. Þýski fjölmiðillinn Bild greinir frá því að Lufthansa gæti keypt 70 flugvélar af Air Berlin fyrir dótturfélagið Eurowings, sem er lággjaldaflugfélag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK