Hrafn og Helgi Björn komnir til Alva

Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Alva.
Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Alva. Ljósmynd/Aðsend

Fjármálatæknifyrirtækið Alva, sem rekur Netgíró, Aktiva og Inkasso, hefur ráðið Hrafn Árnason framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Alva og Helga Björn Kristinsson framkvæmdastjóra Netgíró. 

Hrafn mun hafa yfirumsjón með allri viðskiptaþróun hjá Alva og þremur dótturfélögum þess; Netgíró, Inkasso og Aktiva. Hann verður einnig framkvæmdastjóri Aktiva.

Hrafn er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Edinborg (2007) og Cand. oecon í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands (1998). Hrafn hefur síðustu 19 ár meðal annars verið framkvæmdastjóri hjá Landsbréfum og hjá Kaupþingi og forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Hrafn er í sambúð með Ingu Birnu Ragnarsdóttir framkvæmdastjóra og eiga þau 3 börn. 

Hrafn Árnason
Hrafn Árnason Ljósmynd/Aðsend

Helgi Björn Kristinsson er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands (1992) og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2006).

Hann hefur undanfarinn áratug starfað hjá Íslandsbanka sem forstöðumaður og verkefnisstjóri en þar á undan var hann framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla, sölustjóri hjá Plastprenti og Toyota, auk þess að starfa við markaðsráðgjöf hjá PWC.

Helgi Björn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök og einnig kennt á framhaldskólastigi auk námskeiðshalds fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Hann er giftur Helgu Ólafs og eiga þau þrjú börn.

Helgi Björn Kristinsson
Helgi Björn Kristinsson Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK