Þróttmeiri spurn eftir vinnuafli

Framkvæmdir við Hörpureit.
Framkvæmdir við Hörpureit. mbl.is/Hanna

Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka á öðrum ársfjórðungi hafi verið lægri en á fjórðungnum á undan benda vísbendingar um innflutning vinnuafls og fjölgun launafólks á staðgreiðsluskrá til þróttmeiri spurnar eftir vinnuafli. 

Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans

Að teknu tilliti til árstíðar minnkaði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi var lægra en á fjórðungnum á undan en þá voru hlutföllin við eða nálægt hæstu gildum frá því fyrir fjármálakreppu. 

Tölur um búferlaflutninga sýna að fjölgun erlendra ríkisborgara á fyrri hluta ársins nam 2,1% af mannfjölda á aldrinum 20-59 ára en það er meiri aukning en var allt árið í fyrra. Um ¾ fjölgunarinnar í ár stafa af búferlaflutningum á öðrum fjórðungi ársins sem voru óvenjumiklir. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á vegum starfsmannaleigna töluvert og samkvæmt staðgreiðslugögnum fjölgaði launafólki um 4,8% milli ára.

Þrátt fyrir mikinn innflutning erlends vinnuafls taldi um 41% fyrirtækja sig búa við skort á starfsfólki samkvæmt sumarkönnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins að teknu tilliti til árstíðarsveiflu og hefur hlutfallið lítið breyst í rúmt ár. Minni munur var á svörum eftir atvinnugreinum en í vorkönnuninni.

Líklegt er að mikill innflutningur vinnuafls á fjórðungnum hafi dregið úr skorti á vinnuafli hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi en 42% þeirra töldu sig búa við skort á starfsfólki í sumarkönnuninni en um 93% í vorkönnuninni.

Bjartsýni í sjávarútvegi og byggingariðnaði

Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til áframhaldandi kröftugrar vinnuaflseftirspurnar á árinu. Tæplega fjórðungi fleiri fyrirtæki vildu fjölga starfsfólki frekar en fækka á næstu sex mánuðum en það er svipað hlutfall og var í vorkönnuninni. Hér dró einnig saman með atvinnugreinum milli kannana, aðallega vegna aukinnar bjartsýni í sjávarútvegi og færri fyrirtækja í byggingariðnaði en í vorkönnuninni sem vildu fjölga fremur en fækka starfsfólki.

Lægra hlutfall fyrirtækja í byggingariðnaði sem vill fjölga starfsfólki umfram fækka skýrist af því að færri fyrirtæki vildu fjölga starfsfólki og benda tölur um innflutning vinnuafls til að töluverður hluti þeirra hafi þannig náð að mæta miklum skorti á vinnuafli. 

Áfram hefur dregið úr atvinnuleysi og mældist það 2,5% á öðrum ársfjórðungi að teknu tilliti til árstíðar samkvæmt VMK. Minnkaði það bæði milli fjórðunga og ára og hefur ekki verið jafnlítið frá því á öðrum fjórðungi ársins 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK