Ferðamenn oftaldir í júlí

Fjöldi gistinátta er töluvert minni en talið hefur verið.
Fjöldi gistinátta er töluvert minni en talið hefur verið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skekkjan í talningu á fjölda ferðamanna á Keflavíkurflugvelli reyndist ekki lítil eins og Isavia og Ferðamálastofa gerðu ráð fyrir. Miðað við fjölda sjálftengifarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí má gera ráð fyrir að ferðamannafjöldinn hér á landi hafi verið ofmetinn um nokkur hundruð farþega á degi hverjum í ár.

Niður­stöður könn­un­ar Isavia og Ferðamálastofu sýna að 5% brott­far­arfarþega nota flug­völl­inn ein­göngu til milli­lend­ing­ar. Að auki voru 6% farþega sem milli­lentu og nýttu tæki­færið til að fara út af flug­vell­in­um og skoða sig um án þess að gista. Þá voru 3% brott­far­arfarþega er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma.

Í frétt Túrista segir að miðað við þessar niðurstöður hafi fjöldi svokallaðra sjálftengifarþega verið 30 þúsund í júlí og 8 þúsund útlendingar, búsettir hér á landi, flugu út. Erlendir ferðamennirnir á Íslandi hafi því ekki verið 272 þúsund eins og Ferðamálastofa gaf út heldur 234 þúsund.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var talað um oftaldar gistinætur en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands byggir talning á gistinóttum ekki á þessum tölum um hverjir fari um vopnaleitina líkt og skilja mátti á fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK