Strætó samþykkir næturakstur

Ófeigur Lýðsson

Stjórn Stræó BS hefur samþykkt tillögu sem felur meðal annars í sér að hefja næturakstur um helgar. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi um áramótin en endanleg ákvörðun er í höndum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). 

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Strætó BS, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Mikil sátt var um málið en öll sveitarfélög nema Seltjarnarnes samþykktu tillöguna. 

Fái tillagan samþykki SSH verður ekið á næturnar um helgar á leiðum 1 til 6. Enn á eftir að negla niður útfærsluatriði, til dæmis hvort vagnarnir keyri á hálftíma fresti eða klukkutíma fresti og hversu langt fram á nótt. Lagt er upp með að ekið verði til kl. 3 eða 4 um nótt.

Heiða Björg segir að kostnaðaráætlun geri ráð fyrir að næturakstur kosti 40 milljónir á ári sem deilist á sveitarfélögin sex. Í tillögunni felast einnig fleiri breytingar, til dæmis á akstursleiðum í nokkrum sveitarfélögum. Lagt til að leið 6 keyri á tíu mínútna fresti á annatímum og skiptist þannig að annar vagn fari í Grafarvog en hinn í Mosfellsbæ og Helgafellslandið. 

Þá einnig er lagt til að lengja aksturtíma þeirra leiða sem keyra nú þegar til miðnættis til kl 1 um nótt á virkum dögum.  

Í heildina er gert ráð fyrir að breytingarnar, þar með talið næturakstur, kosti 200 milljónir á ári. Stjórn SSH hittist 4. september og kemur þá í ljós hvort næturstrætó hljóti brautargengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK