Íspan selt til Austurbergs ehf

Nýr eigandi fyrirtækisins Íspan er félagið Austurberg ehf.
Nýr eigandi fyrirtækisins Íspan er félagið Austurberg ehf. Mynd/Íspan

Félagið Austurberg ehf. hefur keypt fyrirtækið Íspan ehf., en það hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu á gleri og speglum. Íspan var stofnað árið 1969 og starfa hjá félaginu að jafnaði um 30 manns í framleiðslu- og söludeild.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að söluferli félagsins hafi hafist í maí og var niðurstaða þess að ganga til samninga við Austurberg. Umsjón söluferlisins var í höndum Deloitte sem jafnframt var ráðgjafi seljenda en Ernst & Young og Local lögmenn voru ráðgjafar kaupanda. Afhending félagsins hefur farið fram. Ekki kemur fram hvert kaupverð félagsins var.

Haft er eftir Einari Þór Harðarsyni, sem er í forsvari fyrir Austurberg, að markmið kaupenda sé að halda áfram núverandi starfsemi og þróa félagið til framtíðar. „Að baki Austurbergs er fjölskylda, þannig að Íspan verður áfram fjölskyldufyrirtæki. Íspan byggir á gömlum og góðum grunni, framleiðir gæða vörur á Íslandi, fyrir íslenskar aðstæður," er haft eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK