115 milljóna kröfur vegna Djúpsins

Kvikmyndin Djúpið var tilnefnd til ýmissa verðlauna á kvikmyndahátíðum.
Kvikmyndin Djúpið var tilnefnd til ýmissa verðlauna á kvikmyndahátíðum. mbl.is/Golli

Lýstar kröfur í þrotabú félagsins sem var stofnað fyrir framleiðslu á kvikmyndinni Djúpið nema 115 milljónum íslenskra króna. Þar af eru 10 milljónir frá kranaleigu vegna leigu á krönum sem notaðir voru við tökur í Helguvík á Reykjanesi. Engar eignir eru í búinu

Þetta kemur fram í svörum skiptastjóra búsins, Gunnars Inga Jóhannssonar, við fyrirspurnum mbl.is. 

Félagið Andakt var stofnað árið 2010 til þess að halda utan um rekstur og framleiðslu á Djúpinu. Í maí 2015 var það dæmt til að greiða kranafyrirtækinu ÁB Lyfting rúmar fjórar milljónir krónur vegna leigu á krönum.

Ann­ar kran­inn var notaður til þess að velta og hvolfa bátn­um, sem notaður var í kvik­mynd­inni, og að lok­um hífa hann upp úr höfn­inni í Helgu­vík. Þá var ann­ar krani feng­inn til þess að aðstoða við kvik­mynda­gerðina og flytja kvik­mynda­fólk og tæki.

Krafa ÁB lyftingar í búið nemur nú 10 milljónum króna. Hin krafan, um 105 milljónir króna, er frá móðurfélaginu Sögn sem er 88% í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar, sem framleiddi og leikstýrði myndinni. 

Djúpið var fjórða vinsælasta kvikmyndin í kvikmyndahúsum á Íslandi árið 2012. Kvik­mynd­in fjall­ar um það þegar Guðlaugur Friðþórsson synti sex kílómetra í land eftir að bát­ur­inn Hellis­ey fórst seint í mars 1984. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK