United Silicon fær greiðslustöðvun í þrjá mánuði

Hremmingar United Silicon hafa undið upp á sig.
Hremmingar United Silicon hafa undið upp á sig. mbl.is/RAX

Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag United Silicon greiðslustöðvun í þrjá mánuði, eða til 4. desember, svo að freista megi þess að ná að koma rekstri verksmiðjunnar á réttan kjöl.

Þetta seg­ir Helgi Jó­hann­es­son hæsta­rétt­ar­lögmaður sem er aðstoðarmaður skuld­ar­ans á greiðslu­stöðvun­ar­tíma.

Kröfu­haf­ar United Silicon samþykktu fyrir helgi að óskað yrði eft­ir fram­leng­ingu á greiðslu­stöðvun fé­lags­ins svo að unnt sé að finna lausn á vanda þess. Meðal kröfu­hafa eru Ari­on banki, Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar, Lands­virkj­un, Reykja­nes­bær og ít­alska fyr­ir­tækið Tenova sem seldi United Silicon ljós­boga­ofn­inn.

Ari­on banka hefur lánað fé­lag­inu 8 millj­arða króna og Íslenskir aðalverkatakar eiga kröfu upp á einn milljarð króna samkvæmt gerðardómi. Þá skuld­ar United Silicon Reykja­nes­bæ 162 millj­ón­ir króna.

Greiðslustöðvun er úrræði sem skuldarar og kröfuhafar geta nýtt til þess að ráða bót á fjárhagserfiðleikum, annaðhvort með því að semja um ný greiðslukjör og koma eignum í verð til þess að geta framvegis ráðið við greiðslur, eða með því að leggja drög að niðurfærslu á skuldum með nauðasamningi.

Meðan á greiðslustöðvun stendur gildir almennt að skuldara er óheimilt að ráðstafa eignum sínum og stofna til skuldbindinga á hendur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK