Vill koma böndum á háttsemi Google

Jón von Tetzchner hefur starfað í tæknigeiranum um langa hríð.
Jón von Tetzchner hefur starfað í tæknigeiranum um langa hríð. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að tæknirisinn Google misnoti markaðsráðandi stöðu sína og hagi sér eins og hrekkjusvín. Hann segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við fyrirtækið og telur að þörf sé á reglugerðum. 

Þetta kemur fram í bloggfærslu Jóns. Jón kom á fót vöfrunum Opera um miðjan tíunda áratuginn og Vivaldi í apríl í fyrra. Hann minnist þess að samskipti hans við Google hafi í fyrstu verið á góðum nótum. Google hafi lagt sig fram til þess að koma til móts við aðra vafra eins og Opera, til að mynda við innleiðingu á leitarflipa í Opera-vafrann. 

Síðar breyttist viðhorfið að sögn Jóns. Hann segir að Google hafi hannað þjónustu sína þannig að hún væri ósamrýmanleg öðrum minni vöfrum á borð við Opera. Ofan á það hafi notendur Opera verið hvattir til þess að skipta um vafra til þess að fá aðgang að þjónustunni. Þá nefnir hann að adwords-herferð Vivaldi hafi verið lögð niður í tvígang af hálfu Google, og í seinna skiptið var það eftir að Jón varaði við víðtækri upplýsingaöflun Google og Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK