Verslanir að umbreytast í sýningarsali

Neysluhegðun hefur tekið miklum umbreytingum á skömmum tíma og hefðbundnar verslanir upplifa sig sem sýningarsali fyrir netverslanir. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 

Í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn var haft eftir verslunarmanni sem ræddi í trausti nafnleyndar að verslunareigandi íhugaði að innheimta nokkur þúsund króna gjald þegar viðskiptavinir prófa tiltekna vöru. Það væri viðbragð við þeirri þróun að fólk komi og skoði varning til þess eins að kaupa hann á netinu. 

Mánaðarleg velta inn­lendr­ar net­versl­un­ar hjá Borg­un stefn­ir í rúma þrjá millj­arða á haust­mánuðum en það yrði þreföld­un frá janú­ar 2015 og er áætlar að velta innlendrar netverslunar fari í 100 milljónir á dag. 

„Þetta er einn angi af þeim gífurlegu umbreytingum sem eiga sér stað,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Hann segir að hefðbundnar verslanir upplifi sig sem sýningarsal þar sem neytendur máti og prófi vörur áður en þeir panti þær af netinu. Spurður um hugmyndir um gjaldtöku fyrir mátun svarar Andrés að engin verslun geti lifað á því að vera sýningarsalur til lengri tíma. 

Á ráðstefnu samtakanna í síðustu viku kom fram að á þessum árshelmingi hefðu pakkasendingar frá Kína verið 60% fleiri en á sama árshelmingi í fyrra en unnið er að því að útbúa ítarlegri tölur yfir þróun netverslunar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK