Gistinóttum hjá Icelandair fækkað um 5%

Farþegum fjölgar og sætanýting eykst milli ára.
Farþegum fjölgar og sætanýting eykst milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair flutti um 529 þúsund farþega í ágúst og voru þeir 10% fleiri en í ágúst á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins dregst hins vegar saman um 5% samanborið við ágúst í fyrra og herbergjanýting var 88,6% samanborið við 90,3% á síðasta ári. 

Í tilkynningu frá Icelandair segir að eftirspurn bókana með styttri fyrirvara hafi verið minni en áætlað var ásamt því að meira hafi verið um afbókanir hópa en á sama tíma og í fyrra.

Fram kemur að farþegar Air Iceland Connect hafi verið 39 þúsund í ágúst og fjölgaði um 4% á milli ára. Framboð félagsins hafi aukist um 3% samanborið við ágúst 2016. Sætanýting hafi verið 72,3% og aukist um 2,4 prósentustig á milli ára. Framboðsaukning hafi numið 12% og sætanýting 87,9% samanborið við 87,6% á sama tíma í fyrra. 

Þá hefur seldum blokktímum í leiguflugi fjölga um 22% milli ára og fraktflutningar aukist 35% sem skýrist af aukningu í innflutningi til Íslands og flutningum um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku að því er kemur fram í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK