„Menn hafa bæði réttindi og skyldur“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Styrmir Kári

Launafólk þarf jafnt sem vinnuveitendur að virða samningsbundinn uppsagnarfrest enda ber fólk skyldur auk réttinda á vinnumarkaði. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hann telur að ólögmætt brotthlaup hafi færst í aukana að undanförnu. 

Greint frá frétt á vef samtakanna í gær þar sem brýnt er fyrir starfsmönnum að virða samningsbundinn uppsagnarfrest. Ólögmætt brotthlaup geti valdið fyrirtækjum miklu fjárhagslegu tjóni. 

Halldór Benjamín segist telja að tengsl séu á milli uppsveiflu í efnahagslífinu og ólögmæts brotthlaups. „Þegar toppnum á efnahagssveiflunni er náð færist ólögmætt brotthlaup í aukana, þá er auðveldara að stökkva á milli starfa.“ 

Spurður hvort að ólögmætt brotthlaup valdi smærri fyrirtækjum meiri skaða en stórum segir Halldór að hann telji svo vera en þó sé ekki hægt að alhæfa. 

„Hver starfsmaður er þá stærra hlutfall af heildinni og í verstu tilvikum er ekki hægt að sinna þjónustu þar sem fyrirtæki fá ekki ráðrúm til þess að finna mann í manns stað.“

Hann segir að samtökin tali fyrir því að menn virði lög og reglu, þeirra hlutverk sé meðal annars að upplýsa um þessi mál.  

„Menn hafa bæði réttindi og skyldur á vinnumarkaði, það er ekki bara vinnuveitenda að standa við skuldbindingar. Sumir virða reglurnar að vettugi en aðrir vita einfaldlega ekki að þær séu til staðar og eitt af hlutverkum okkar er að veita upplýsingar um þessi mál.“

Neiti starfsmaður að virða samningsbundinn upp­sagn­ar­frest­ er hann skaðabóta­skyld­ur gagn­vart vinnu­veit­anda og getur bótakrafa numið laun­um upp að hálf­um upp­sagn­ar­fresti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK