Norðurþing kaupir stofnfé í sparisjóði

Húsavík.
Húsavík. Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Norðurþings ákvað á fundi sínum á mánudag að kaupa stofnfé í Sparisjóði Suður-Þingeyinga. Uppnæðin nemur fimm milljónum króna.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Norðurþings. Fram kemur að Sparisjóðurinn hafi farið þess á leit við sveitarfélagið að það styddi sjóðinn en á aðalfundi hans í fyrra var samþykkt heimild stjórnar til að auka stofnfé sjóðsins um 140 milljónir króna.

Fram kemur að stofnfjárhafar séu 270 talsins og í þeim hópi séu einstaklingar, sveitarfélög og minni fyrirtæki á svæðinu. „Aðeins eru tveir sparisjóðir starfandi í landinu og hefur það hlutverk að stunda sjálfbæra, svæðisbundna fjármálastarfsemi á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK