Óttast harða lendingu hugverkaiðnaðar

Bændasamtökin segja gengið veikja samkeppnisstöðu landbúnaðarins
Bændasamtökin segja gengið veikja samkeppnisstöðu landbúnaðarins mbl.is/Kári

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, segir „höggið á leiðinni“ í hugverkaiðnaði. Vegna sterks gengis og aukins innlends kostnaðar sé Ísland ekki lengur jafn samkeppnishæft.

„Við erum í svipaðri stöðu og 2006 þegar samkeppnisstaðan var mjög erfið. Þá var eitt ár í stóra hrunið.“ Davíð telur að næsta ár muni áhrifin af versnandi samkeppnisstöðu birtast í afkomu fyrirtækja. Hætta sé á að störf flytjist úr landi vegna hás innlends kostnaðar.

Áhrif gengisstyrkingar birtast líka í landbúnaði. Þar eru vísbendingar um að vegna aukinnar samkeppni við innfluttar matvörur verði fjölgun starfa hægari en ella. Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir stöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi hafa versnað. Innlendur kostnaður sé hár og kjarasamningar fram undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK