Studdust við arðsemismat Arion banka

United Silicon hefur þrjá mánuði til að koma rekstrinum á …
United Silicon hefur þrjá mánuði til að koma rekstrinum á réttan kjöl. mbl.is/RAX

Við ákvörðun um fjár­fest­ingu í United Silicon studd­ust Festa líf­eyr­is­sjóður og Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn við arðsem­is­mat frá Ari­on banka sem þeir lögðu sjálf­stætt mat á. Frjálsi fram­kvæmdi hins veg­ar eigið arðsem­is­mat þegar ráðist var í hluta­fjáraukn­ingu í apríl. 

Greint var frá því um miðjan ág­úst að Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (EFÍA) hefðu fjár­fest fyr­ir sam­tals 2.166 millj­ón­ir í United Silicon. United Silicon fékk í gær greiðslu­stöðvun í þrjá mánuði til þess að koma rekstri verk­smiðjunn­ar á rétt­an kjöl.

Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn á stærst­an hluta af þessu fé, en sjóður­inn hef­ur fjár­fest 1.178 millj­ón­ir, sem er rétt yfir hálfu pró­senti af heild­ar­eign­um sjóðsins. All­ir þrír sjóðirn­ir tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ingu í apríl og lögðu sam­tals 460 millj­ón­ir í viðbót­ar­hluta­fé til United. 

Í svör­um frá Festu og Frjálsa um kem­ur fram að fyr­ir verk­efn­inu hafi legið þrjár kost­gæfn­is­at­hug­an­ir sem hafi verið unn­ar fyr­ir Ari­on banka af ut­anaðkom­andi aðilum.

Einni af stærri verk­fræðistof­um lands­ins var þá falið að fara yfir kostnaðaráætl­un verk­efn­is­ins og var niðurstaðan að í fyrra kostnaðarmati á verk­smiðjunni fæl­ist smá­vægi­leg vanáætl­un sem væri í kring­um 2-4%.

Byggði á spá um verðþróun kís­il­málms.

Báðir sjóðir studd­ust við arðsem­is­mat Ari­on banka þegar verk­efnið var skoðað árið 2014 og var meðal ann­ars miðað við rekstr­ar­lík­an sem byggði á spá alþjóðlegs fyr­ir­tæk­is á verðþróun kís­il­málms. Var arðsemi verk­efn­is­ins met­in góð að teknu til­liti til áhættu.

Við hluta­fjáraukn­ingu í apríl fram­kvæmdi Frjálsi sitt eigið mat. Festa byggði ákvörðun sína á þeim gögnum sem fyrir lágu um félagið, meðal annars mati á upphaflegri arðsemisgreiningu Arion banka, en jafnframt mati á nýsamþykktri fjárhagsáætlun stjórnar félagsins á þessum tíma að því er kem­ur fram í svari frá sjóðnum. 

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Markaðar­ins, fylgi­blaðs Frétta­blaðsins, sagði Arn­ald­ur Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Frjálsa, að sjóður­inn ráðist í 90% varúðarniður­færslu á skulda­bréf­um og hluta­bréf­um í United Silicon. Stjórn­end­ur Festu sögðust hafa fært varúðarfærslu á bæði hlutafjáreign og skuldabréfaeign sína í þessu verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK