Töfðust um tvær milljónir mínútna

Evrópsk flugfélög eru ósátt með síauknar tafir.
Evrópsk flugfélög eru ósátt með síauknar tafir. AFP

Slæm flugumferðarstjórn og hamlandi reglugerðir ollu því að flugferðum í Evrópu var frestað um samtals tvær milljónir mínútna í júlí. Það er 12% aukning frá síðasta ári og 35% frá árinu áður. 

Í bréfi sem forstjórar flugfélaga í samtökunum Airlines for Europe sendu á samtök evrópskra veitenda flugumferðarþjónustu er lýst yfir áhyggjum af töfum sem slæm flugumferðarstjórn hefur valdið í sumar. Kallað er eftir að á því verði ráðin bót til lengri og skemmri tíma.  

Meðal þess sem er nefnt í bréfinu er að óhóflegar reglugerðir hafi leitt til þess að flugfélög hafi þurft að fljúga lengri leiðir eða takmarka ferðir á sumum leiðum. Það hafi keðjuverkandi áhrif í för með sér og valdi töfum fyrir farþega. 

„Nær 70% af flugumferðarreglugerðum í júlí 2017 voru ótengdar veðurfari og má rekja þær til afkastagetu, mönnunar og annarra þátta sem eru á valdi flugvallanna. Vissulega er lofthelgi Evrópu margslungnari en áður en flugfélög búast við ákveðnu þjónustustigi til að hægt sé að viðhalda stöðugum rekstri,“ skrifar Thomas Reynaert, framkvæmdastjóri samtakanna. 

Airlines for Europe eru stærstu flugfélagasamtök Evrópu og er Icelandair eitt af 15 aðildarfélögum samtakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK