Hendrik Egholm nýr forstjóri Skeljungs

Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm taka í bjölluna í Kauphöllinni.
Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm taka í bjölluna í Kauphöllinni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Skeljungs hefur ráðið Hendrik Egholm nýjan forstjóra félagsins og er gert er ráð fyrir að Hendrik hefji störf hjá Skeljungi þann 1. október næstkomandi. Valgeir M. Baldursson mun starfa sem forstjóri Skeljungs fram að þeim tíma og í framhaldinu vera stjórn og nýjum forstjóra innan handar. 

Hendrik Egholm hefur verið framkvæmdastjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, síðastliðin 10 ár og leitt þar hvert metárið í rekstri á fætur öðru. Áður var Hendrik sölu- og markaðsstjóri hjá P/F Smyril Line til þriggja ára og jafnframt hefur hann unnið hjá Velux, við alþjóðasölu.

Hann er með meistaragráðu í alþjóðlegri markaðssetningu og stjórnun frá Copenhagen Business School. Hendrik hefur jafnframt sótt viðbótarmenntun hjá London School of Economics and Political Science, Oxford Said Business School, IMD og London Business School.

Haft er eftir Hendrik Egholm í fréttatilkynningu frá Skeljungi að mikil tækifæri til sóknar og verðmætasköpunar séu fyrir hendi á mörkuðum þar sem samstæðan starfar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK