Samdráttur í afkomu útgerða

Útgerðirnar standa vel þegar litið er til eiginfjárhlutfallsins.
Útgerðirnar standa vel þegar litið er til eiginfjárhlutfallsins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ebitda-hagnaður níu af stærstu útgerðum landsins dróst saman á milli ára í öllum tilvikum nema einu, samkvæmt samantekt ViðskiptaMoggans.

Lækkunin er á milli 6 og 41% eða um 15% að meðaltali hjá fyrirtækjunum níu. Lækkunin er svipuð og sem nemur styrkingu krónu á liðnu ári en hún nam 16%.

„Það kristallast í ársreikningum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna að afkoman í atvinnugreininni fer versnandi, einkum vegna styrkingar gengis krónu,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag að það hafi ekki farið að halla undan fæti í rekstrinum fyrr en á seinni hluta síðasta árs. Arðsemi eiginfjár hjá útgerðunum var meðaltali 16% hjá sjö fyrirtækjum af níu sem úttektin nær til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK