Hannes tryggir 240 milljóna dala fjármögnun

Hannes Smárason er forstjóri WuXi NextCODE.
Hannes Smárason er forstjóri WuXi NextCODE. Brynjar Gauti

WuXi NextCODE, þar sem Hannes Smárason er forstjóri, hefur klárað 240 milljóna dala fjármögnun. Sequoia Capital China sem er útibú frá Sequoia Capital í kísildal í Kaliforníu leiddi fjármögnunina. 

Sequoia Capital fjárfesti í íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla og hefur komið að fjármögnun fyrirtækja eins og Apple, Google, Instagram, og Youtube. 

Aðrir fjárfestar voru Temasek, 3W Partners, and Yunfeng Capital sem í eigu stofnanda Alibaba. 

WuXi NextCode var stofnað árið 2015 en starfsemi þess snýst um að nota upplýsingar um erfðamengi til þess að uppgötva virkni ákveðinna gena. Það er staðsett í Cambridge í Bandaríkjunum, Reykjavík, og Sjanghæ. Í heild starfa 350 starfsmenn hjá fyrirtækinu. 

Fjármagnið verður notað í vöruþróun, stækkun umsvifa í Kína og til þess að safna meira af gögnum en WuXi NextCode hefur nú fengið fjármagn upp á samtals 285 milljónir dala. Haft er eftir Hannesi Smárasyni að fyrirtækið búi yfir að minnsta kosti 500 þúsund erfðamengjum og er stefnt að því að fjölga þeim í tvær milljónir fyrir 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK