Zipcar hleypir af stokkunum hjá HR

Fyrstu tvö stæðin verða staðsett við HR.
Fyrstu tvö stæðin verða staðsett við HR. mbl.is/Golli

Deilibílaþjónustan Zipcar á Íslandi opnar fyrir nýskráningar þann 18. september í Háskólanum í Reykjavík. Nú þegar hefur tveimur stæðum við háskólann verið úthlutað fyrir þjónustuna en eftir því sem líður á veturinn bætast við fleiri stæði í bænum. 

Í lok júní var greint frá fyrirætlunum bíla­leig­unnar Avis Budget á Íslandi um að bjóða deili­bílaþjón­ustu inn­an borg­ar­mark­anna und­ir merkj­um banda­rísku deili­bílaþjón­ust­unn­ar Zipcar sem er sú stærsta í heimi. 

Hug­mynd­in geng­ur út á að not­end­ur geti nálg­ast bíla til að nýta í stutt­ar ferðir. Greidd eru mánaðarlegt áskrifargjald og aksturgjald fyrir hvern klukkutíma en Zipcar sér um tryggingar, viðhald og eldsneyti. Þjónustan verður aðgengileg gegnum smáforrit og þurfa notendur að skila bíl­un­um aft­ur í sama stæði.

Zipcar var stofnað um aldamótin en árið 2013 keypti Avis Budget Group fyrirtækið fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala. Síðan þá hefur fyrirtækið verið í örum vexti og er nú með starfsemi í meira en 500 borgum í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK