Verða að skoða endurfjármögnun fasteignalána

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja lántakendur til ábyrgrar neytendahegðunar þegar kemur að …
Hagsmunasamtök heimilanna hvetja lántakendur til ábyrgrar neytendahegðunar þegar kemur að fasteignalánum. mbl.is/Ómar

Að undanförnu hefur borið talsvert á fyrirspurnum frá neytendum í tengslum við endurfjármögnun fasteignalána enda hafa útlánsvextir flestra lánveitenda lækkað. Að mörgu er að hyggja í því sambandi og mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um réttindi sín ásamt þeim skyldum sem hvíla á lánveitendum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja jafnframt „lántakendur til ábyrgrar neytendahegðunar enda eru fasteignalán í flestum tilfellum einhverjar stærstu skuldbindingar venjulegs neytanda.“ Þeir eru einnig hvattir meðal annars til að kynna sér vel skilmála um uppgreiðslugjöld, að vera á varðbergi gagnvart skilyrðum um önnur viðskipti. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK