Hljóðupptökunni mótmælt í héraðsdómi

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var í morgun tekið fyrir mál er varðar dánarbú Ingvars Helgasonar og eiginkonu hans. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Júlísuar Vífils Ingvarssonar varnaraðila, fer fram á að hljóðupptaka af fundi þeirra við deiluaðila verði ekki tekin til greina. 

Geint var frá því a mánudaginn að hljóðupp­taka af fundi Sig­urðar og Júlí­us­ar við deiluaðila þar sem þeir ræða um meinta fjár­muni hafi borist nafn­laust inn á borð embætt­is héraðssak­sókn­ara í mars. Hafði mbl.is ör­ugg­ar heim­ild­ir fyr­ir því að til­urð og dreif­ing um­ræddr­ar upp­töku væri til rann­sóknar hjá embætt­inu.

Hæstirétt­ur Íslands kom í veg fyr­ir að skipta­stjóri yfir dán­ar­búinu gerði samn­ing við rannsóknarfyr­ir­tæki í vor fyrir leit að leyni­reikn­ing­um sem talið er að til­heyri dán­ar­bú­inu en í dómi Hæstarréttar segir að erfingjar geti látið reyna aftur á málið. 

Tillaga þess efnis var borin upp á skiptafundi en vegna ágreinings var málinu skotið fyrir héraðsdóm. Í morgun var meðal annars tekið fyrir að einum erfingja hefði snúist hugur eftir að hafa greitt atkvæði á skiptafundinum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK