Íslenskt hugvit í HM-grasi

Veðurstöð við grasvöll í byggingu í Katar. Gögnin eru send …
Veðurstöð við grasvöll í byggingu í Katar. Gögnin eru send til Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðurinn VDV frá verkfræðistofunni Vista er notaður um þessar mundir í Doha í Katar, við ræktun grass sem notað verður á fótboltavellina í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla verður haldið þar árið 2022.

„Samstarfsaðili okkar kom fyrir nemum á mismunandi dýpi í jarðveginum til að fylgjast með víðáttumiklum grasvöllum þarna. Þeir eru að gera tilraunir með gras fyrir vellina á HM í Katar árið 2022, til að komast að því hvaða gras hentar best og hvaða vökvunarkerfi er hentugast,“ segir Guðmundur Steinsson, markaðsfulltrúi fyrirtækisins. Hann segir að á meðal þess sem kerfið geri sé að fylgjast með rakanum og hitastiginu í jarðveginum „Það má segja að við séum að hjálpa þeim að velja rétta fótboltagrasið, og það er gaman að fá að taka þátt í því.“

Vakta víetnamskar risastíflur

Verkefnið í Doha er þó ekki eina verkefni Vista erlendis, því að fyrirtækið selur hugbúnað sinn um allan heim, til veðurmælinga, vatnsmælinga, mælinga í jarðtækni og mælinga á loftgæðum, og hjálpar til við uppsetningu hans og kennslu í fjarlægum löndum eins og Botsvana og Víetnam. Þangað fór fulltrúi félagsins nýverið til að setja búnaðinn upp í tveimur af þremur stærstu vatnsaflsstíflum í Víetnam, stíflunum við Lai Chau og Son La, 1.200 MW og 2.400 MW virkjanir. „Verkefni Vista þar var að setja upp hugbúnað sem tekur við mæligögnum frá nemum sem staðsettir eru vítt og breitt um stífluna. Hvor stífla hefur um 1.000 nema sem meðal annars eru notaðir til að fylgjast með sprungum og spennu í steypu, leka meðfram stíflunni og halla stíflunnar.“

Andrés Andrésson Sölustjóri verkfræðistofunnar Vista með samstarfsaðilum í Katar.
Andrés Andrésson Sölustjóri verkfræðistofunnar Vista með samstarfsaðilum í Katar. Ljósmynd/Aðsend
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK