Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar

mbl.is/Hjörtur

Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar um tvo flokka í mati Reitunar á lánshæfi bæjarins. Matið hækkar í i.AA2 úr i.A1 en hækkunin er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar skuldahlutfalls.

Lækkun skuldahlutfalls undir 150% var forsenda þess að einkunn bæjarins myndi hækka en síðustu áramót var skuldahlutfall bæjarins 146%. 

Í greiningu Reitunar segir að efnahagshorfur sveitarfélegasins séu almennt nokkuð góðar. Góð spurn hafi verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og innviðir sveitarfélagsins séu traustir. Mikilvægt sé að haldið verði utan um kostnað og fjárfestingar og að áfram verði gætt aðhalds í rekstri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK