Sigurður B. tekur sæti í stjórn Íslandssjóða

Sigurður B. Stefánsson.
Sigurður B. Stefánsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður B. Stefánsson hefur tekið sæti í stjórn Íslandssjóða en hann er meðal annars stofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri VÍB auk þess sem hann starfaði á árum áður sem sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.

Íslandssjóðir er elsta sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka. Í virkri stýringu hjá félaginu eru að verðmæti yfir 200 milljörðum króna. 

Í tilkynningu frá Íslandssjóðum er haft eftir Kjartani Smára Höskuldssyni framkvæmdastjóra að ánægjulegt sé að fá Sigurð aftur „heim“ í ljósi 35 ára reynsla hans af stýringu sjóða og eignasafna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK